IS

Bókunarkerfi / Planner

Sjáðu Birtingaplanið leggjast út á tímalínu og fylgstu með tölfræði niður á miðla og miðlatýpur.

Bókunarkerfi / Planner

Fleiri skjöl

Sjáðu Birtingaplanið leggjast út á tímalínu og fylgstu með tölfræði niður á miðla og miðlatýpur.

Bókunarkerfi / Planner

Fleiri skjöl

Sjáðu Birtingaplanið leggjast út á tímalínu og fylgstu með tölfræði niður á miðla og miðlatýpur.

Öflugt tól til að skipuleggja markaðsmálin

Það er mikilvægt að hafa plan þegar verið er að setja fjármuni í markaðsmál. Púls planner hjálpar við að setja upp plan, fá það samþykkt af hagaðilum og halda utan um stöðu verkefna, þ.e. hvort búið sé að bóka og skila af sér efni til viðkomandi miðils.

Búa til plan 

Fyrsta skrefið er að búa til plan. Það á titil, stutta lýsingu á markmiði plansins, tímabil og fjármagn, sem er það fjármagn sem áætlað er að setja í viðkomandi plan. Yfirleitt er plan fyrir ákveðna herferð en einnig er hægt að nýta plan fyrir afmarkaðar markaðsaðgerðir yfir lengra tímabil fyrir ákveðið vörumerki, fundaröð, vöruflokk, vöru eða bara hvað sem er.

Tímamörk plansins og fjármagnið aðstoða við að halda manni innan marka þegar farið er í að leggja út planið.

Að plana plan 

Næsta skref er að opna planið og setja inn verkefni. Hvert verkefni á ábyrgðaraðila, stöðu, eitt eða fleiri tímabil, fjármagn miðil og áætlaðan fjölda birtinga. Hægt er að setja athugasemdir við verkefni og hengja við skrár sem síðan er hægt að deila með öðrum.

Að framkvæma planið

Hægt er að deila planinu með opnum hlekk þegar búið er að setja inn öll verkefnin til að fá þau samþykkt. Fái maður engar athugasemdir er hægt að breyta stöðu verkefnanna í Samþykkt. Þá er hægt að hefjast handa við að bóka pláss á þeim auglýsingamiðlum sem valdir voru ásamt því að láta framleiða auglýsingaefnið. Þegar auglýsingaefnið er tilbúið er það sent á viðeigandi vefmiðil (eða bókað í sjálfsafgreiðslu) og stöðu verkefnis breytt í Lokið (þó birtingunum sé ekki lokið er verkefninu lokið).

Ávinningurinn

Nú er hægt að skoða niðurbrot á því hvert markaðsféið var að fara, á hvaða miðla og hvaða tegundir miðla ásamt því að bera saman kostnað miðað við áætlaðan birtingafjölda.


Einnig er hægt að skoða tímalínuna sem sýnir hvað er að birtast hvenær til að gera sér betur grein fyrir snertipunktum og mismunandi fösum herferðarinnar.


Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður