IS

Birtingakerfið

Mælaborðið - Heildrænt yfirlit yfir stöðu birtinga og tölfræði fyrirtækisins

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Mælaborðið - Heildrænt yfirlit yfir stöðu birtinga og tölfræði fyrirtækisins

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Mælaborðið - Heildrænt yfirlit yfir stöðu birtinga og tölfræði fyrirtækisins

Mælaborðið

Hjartað í auglýsingakerfi Púls Media er mælaborðið. Þar má finna heildartölfræði auglýsinga sem eru og hafa verið í birtingu. Öll göng í mælaborðinu uppfærast í rauntíma þannig að notendur hafa alltaf nýjustu upplýsingar við höndina. Mælaborðið veitir notendum mikilvæga innsýn í frammistöðu auglýsinga sem auðveldar þeim að taka upplýstar ákvarðanir um næstu skref.

Hvort sem þú ert einstaklingur, fyrirtæki eða auglýsingastofa, þá er mælaborðið ómissandi verkfæri til að hámarka árangur auglýsinga. Það sparar tíma og fyrirhöfn og tryggir sem besta nýtingu á markaðsfé.

Inscreen birtingar og inscreen hlutfall

Efst í mælaborðinu má sjá tölu sem segir til um fjölda inscreen birtinga allra auglýsinga, á ákveðnu tímabili sem hefur verið valið. Inscreen birting er þegar auglýsing er að minnsta kosti 50% sjáanleg í 1 sekúndu á skjám notenda.

Impression hinsvegar mælikvarði á hversu oft auglýsing birtist á skjá notanda, óháð því hvort notandinn hafi séð hana eða ekki. Þetta er einfaldlega talning á birtingum auglýsingar.

Inscreen hlutfall er einfaldlega hlutfall birtinga sem ná að uppfylla skilyrði um inscreen birtingar.

Í mælaborðinu má finna ýmis gröf þar sem þar sem hægt er að bera saman á auðveldan hátt fjölda birtinga og inscreen birtinga t.d á milli miðla eða auglýsinga.

Smelli- og skrunhlutfall

Smellihlutfall (CTR) er hlutfall (%) þeirra sem smella á auglýsingu. Skrunhlutfall er hlutfall (%) þeirra sem skruna (e. scroll) til hliðar í auglýsingu sem hefur þá virkni.

Í mælaborðinu getur þú séð heildar-smellihlutfall og heildar-skrunhlutfall fyrir allar auglýsingar sem eru í birtingu. Einnig má þar finna súlurit sem sýna heildarfjölda smella og skruna milli daga á völdu tímabili og sambærilegt línurit sem sýnir þróun smell- og skrunhlutfalls.

Til að sjá smelli- eða skrunhlutfall fyrir ákveðna auglýsingu er hún valin undir auglýsingar og smellt á tölfræði. Þar er einnig hægt að sjá smelli eftir ákveðnum vörum í auglýsingunni.

BPM - Birtingar á mínútu

BPM sýnir púlsinn á auglýsingu/um og stendur fyrir birtingar á mínútu. Í mælaborðinu má sjá BPM allra auglýsinga í birtingu. Undir auglýsingar má einnig sjá BPM fyrir hverja auglýsingu.


Styrkt af:

© 2025 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður