Skrunborðar
Skrunborðar eru vinsælasta form snjallborða en þá er hægt að setja margar vörur í einn borða. Sá sem skoðar getur svo skrunað (e. scroll) til hliðar í borðanum og séð allar þær vörur sem í honum eru. Á þennan hátt er hægt að nýta auglýsingapláss betur þar sem sýndar eru fleiri vörur en komast í fyrir í samtímis í einu auglýsingahólfi.
Við höfum hannað og framleitt fjölda skrunborða fyrir marga af stærri auglýsendum á Íslandi og höfum því mikla reynslu af því að gera skrunborða sem slá í gegn.