IS

Birtingakerfið

Birtingaflæði Púls

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Birtingaflæði Púls

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Birtingaflæði Púls

Einstakt birtingaflæði

Púls flæðið er einstaklega vel útfært ferli sem gerir auglýsendum auðveldara fyrir að skipuleggja herferðir og birtingaplön. Kjarninn í kerfinu eru eftirfarandi þrjú lög: Auglýsingar, Herferðir og Skriftur.

Ein auglýsing getur innihaldið margar stærðir af borðum. Þannig er Lissabon auglýsingin á myndinni hér að neðan skilgreind sem ein auglýsing þrátt fyrir að 4 mismunandi stærðir séu til staðar. Nánari upplýsingar um allt tengt auglýsingum hér.

Tilgangur herferða er síðan að taka á móti mörgum auglýsingum og skilgreina hvernig þær eiga að birtast útfrá ýmsum mögulegum herferðastillingum. Nánari upplýsingar um: Herferðir | Herferðir+ | Herferðarstillingar

Herferðirnar eru síðan settar í skriftur sem geta verið ansi margar því hver og ein þeirra lifir síðan hjá auglýsingamiðlunum fyrir hverja stærð. Þess vegna sparar gríðarlega mikinn tíma að skipuleggja auglýsingabirtingarnar í herferðunum sem deila auglýsingunum síðan á réttar stærðir fyrir hverja skriftu. Nánar um: Skriftur | Skriftur+

Dæmi um flæði hjá Icelandair

Sjá dæmi um flæði birtinga fyrir áfangastaði hjá Icelandair. Í flestum tilvikum eru áfangastaðirnir MIKLU fleiri og því hagræðingin og tímasparnaðurinn gríðarlegur.



Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður