IS

Birtingakerfið

Að byrja með birtingakerfi Púls

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Að byrja með birtingakerfi Púls

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Að byrja með birtingakerfi Púls

Birtingakerfi sem hentar öllum

Birtingakerfi Púls Media er hannað til að mæta þörfum allra þeirra sem halda utan um birtingar á inlendum vefmiðlum og umhverfisskiltum. Kerfið hentar jafnt einstaklingum, fyrirtækjum og auglýsingastofum. Leiðandi birtingahús og fyrirtæki treysta nú þegar á Púls kerfið til að hámarka árangur auglýsinga.

Það kostar ekkert að stofna aðgang og ekki er rukkað fast mánaðargjald fyrir aðgang að Púls. Til að bætast í hóp ánægðra viðskiptavina er einfalt að skrá sig hér.

Áskriftarleiðir í takt við þarfir notenda

Til að koma sem best til móts við okka fjölbreytta notendahóp bjóðum við upp á nokkrar áskriftarleiðir.

Plúsinn er sú leið sem hentar flestum notendum, þar er öll almenn virkni kerfisins auk skrifta, sem gera notendum kleift að birta auglýsingar á öllum vefmiðlum. Við Plúsinn er svo hægt að bæta tveimur aukapökkum.

Skriftur+ gefa notendum aukna virkni fyrir skriftur, þ.e stuðning fyrir umhverfisskilti auk tímabilastillinga og yfirtökuvirkni í skriftum. Hér er hægt að lesa meira um Skriftur+.

Herferðir+ bæta svo við veðurstillingum, yfirtöku í herferðum og tímalínu í herferðum. Með henni geta notendur skoðað með sjónrænum hætti hvaða auglýsingar verða í birtingu á hvaða tímapunkti. Hér (linka í síðu um Herferðir+) má lesa meira um Herferðir+.

Við bjóðum einnig upp á Fríið, sem er ókeypis og einfaldari áskriftarleið. Hún hentar þeim sem ekki nota skriftur og kaupa sínar birtingar í gegnum Birtingamarkaðinn. 

Ef þú ert í vafa um hvaða áskriftarleið hentar þínum þörfum er best að heyra í okkur á hallo@pulsmedia.is og við finnum saman bestu lausnina.


Styrkt af:

© 2025 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður