Skrá auglýsanda
Til að taka við birtingapöntun í gegnum tölvupóst eða síma þá þarf fyrst að skrá auglýsandann. Hægt er að taka fram kennitölu, nafn, tengilið, símanúmer og netfang, allt valkvætt. Síðan er hægt að búa til auglýsingar og herferðir fyrir auglýsandann ásamt því að skrá birtingapöntun.
Skrá birtingapöntun
Í birtingapöntun er tekið fram fjöldi CPM, tímabil birtinga og viðeigandi auglýsingapláss eru valin og kerfið dreifir birtingum sjálfvirkt niður í samræmi við þessi skilyrði.
Hægt er að skoða línurit með dreifingu birtinganna á tímabilinu með því að smella á graf takkann uppi til vinstri.