Örugg sjálfsafgreiðsla
Miðlakerfið býður upp á þann möguleika að auglýsendur afgreiði sig sjálf með birtingar og auglýsingaefni sem einfaldar utanumhald og minnkar handavinnu. Fullkomið samþykktarkerfi tryggir að engar auglýsingar fari í loftið án samþykkis miðilsins. Auglýsandinn þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og miðillinn getur valið að samþykkja umrædda auglýsingu eða auglýsandann sjálfann þannig að allar auglýsingar þar eftir fari sjálfkrafa í birtingu.
Að auki er hægt að stilla hvort pantanir skuli fara sjálfkrafa í birtingu eða krefjast samþykktar fyrst. Þá kemur tölvupóstur á valið netfang þegar pöntun berst og hún er sett í stöðuna Ósamþykkt þar til búið er að samþykkja hana. Einnig er hægt að velja „Samþykkja og treysta“ fyrir viðskiptavini sem hafa pantað áður og þykja traustsins verðir. Þá fara næstu pantanir frá þeim beint í birtingu.