IS

Þjónusta

Skilmálar

Þjónusta

Fleiri skjöl

Skilmálar

Þjónusta

Fleiri skjöl

Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um þjónustu Púls Media ehf., kt. 490321-2680, Lágmúla 5, 108 Reykjavík  (hér eftir nefnt Púls). Með því að samþykkja skilmálana lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni.​

Upplýsingar um birtingamarkað Púls

Birtingamarkaður Púls Media er opinn markaður þar sem fyrirtæki geta, í sjálfsafgreiðslu, keypt auglýsingabirtingar á ýmsum innlendum auglýsingamiðlum 

Ábyrgðartakmarkanir

Púls ber ekki ábyrgð á auglýsingaefni sem auglýsendur nota við kaup á birtingum í Birtingamarkaði Púls. Allir auglýsendur sem kaupa birtingar í Birtingamarkaði þurfa að skrá ábyrgðarmann sem hefur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum og samþykkt skilmála þessa. Ábyrgðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á því efni sem fer í birtingu og að reglum miðlana um hvað má ekki auglýsa sé fylgt. Ábyrgðamaður ber einnig ábyrgð á að birtinga auglýsingaefnis fylgi landslögum.

Púls ábyrgist ekki fjárhagslegt tjón sem kann að verða vegna niðritíma kerfisins, ef ske kynni að Púls myndi t.d. lenda í árásum og/eða að hýsingarþjónustur eða aðrir hlutar Púls kerfisins verði fyrir truflunum.

Púls ábyrgist ekki að auglýsingabirtingar sem auglýsandi pantaði í gegnum Púls verði allar birtar og/eða að birtingaplön auglýsandans standist fullkomnlega. Birtingaplön og áætlanir eru gerðar út frá fjölda birtinga sem Púls fær frá auglýsingamiðlinum og því geta heimsóknartölur og aðrir utanaðkomandi þættir hjá miðlinum sjálfum haft áhrif á birtingaplön.

Púls ábyrgist ekki að auglýsingar sem birtar eru í gegnum Púls kerfið birtist rétt og/eða virki í öllum mögulegum tækjum sem fólk kann að notast við til þess að skoða auglýsingamiðla. 

Púls ábyrgist ekki að tölfræði vegna auglýsingabirtinga sé í öllum tilfellum 100% nákvæm.

Höfnun auglýsingaefnis

Púls og þeir auglýsingamiðlar sem hægt er að kaupa auglýsingar hjá í gegnum Púls kerfið áskilja sér rétt til þess að hafna öllum auglýsingum og/eða stöðva birtingar á auglýsingum sem hafa núþegar birst. ​

Lokun aðgangs

Púls áskilur sér rétt til að loka aðgangi að Púls kerfinu ef

  • auglýsingaefni sem birt er fylgir ekki landslögum eða reglum miðlanna

  • starfsfólk Púls metur sem svo að auglýsingaefni sé óviðeigandi

  • vegna vanskila

Inneignir

Púls og auglýsingamiðlar sem hægt er að kaupa auglýsingar hjá í gegnum Púls kerfið ábyrgjast ekki að hægt sé að nota fríbirtinga-inneignir hvenær sem er. ​

Verð

Öll verð í Púls kerfinu eru birt með fyrirvara um villur og breytingar.  Púls áskilur sér rétt á að stöðva birtingar ef rangt verð var birt við kaup á birtingum. 

Upplýsingar frá miðlum og markhópar

Allar upplýsingar auglýsingamiðla eru fengnar frá miðlunum sjálfum. Púls ábyrgist ekki að þær séu réttar.

Reikningar og greiðslur

Púls sendir reikninga 21. hvers mánaðar fyrir notkun í kerfinu fyrir tímabilið frá 21. degi fyrri mánaðar til 20. dags núverandi mánaðar. Krafa stofnast sjálfkrafa í heimabanka fyrirtækisins.  Púls sendir reikninga með rafrænni skeytamiðlun ef viðskiptavinur getur tekið við rafrænum reikningum, að öðrum kosti er reikningur sendur með PDF skjali í tölvupósti.  Púls sendir í engum tilfellum reikninga í pappírsformi.  Eindagi reikninga er 5-7 dagar. Hafi þeir ekki verið greiddir á þeim tímapunkti sendast þeir sjálfrkafa í innheimtuferli.​

Varðveisla, meðferð og ábyrgð notanda

Öll notkun á Púls er á ábyrgð notanda. Ef ágreiningur eða tjón verður vegna notkunar á Púls er það eigendum Púls Media ehf. algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar. Notandi getur ekki krafið Púls um neins konar skaðabætur eða endurgreiðslur vegna notkunar á kerfinu.

Öryggisstefna og meðferð persónuupplýsinga

Púls er ábyrgðaraðili við vinnslu gagna, eins og skilgreint er í lögum um persónuvernd og reglugerð Evrópusambandsins GDPR og er vinnsla persónuupplýsinga sanngjörn og gagnsæ. Notandi getur haft samband við Púls hvenær sem er til að:

  • Óska eftir aðgangi að þeim upplýsingum sem Púls á um notanda

  • Leiðrétta upplýsingar sem Púls á um notanda

  • Eyða upplýsingum sem Púls á um notanda

  • Eða nýta sér önnur þau réttindi sem kveðið er á um í gildandi persónuverndarlögum.

Púls fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra. Þegar notandi kaupir auglýsingabirtingar í gegnum Birtingamarkað Púls er upplýsingum um notanda og fyrirtækið deilt viðkomandi auglýsingamiðli. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi.​

Komi til breytinga á eignarhaldi Púls hefur það ekki áhrif á réttindi og skyldur notanda og þjónusta Púls mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum nema notanda verði tilkynnt um annað með hæfilegum fyrirvara.

Ef notandi hefur einhverjar frekari spurningar um það hvaða upplýsingar Púls safnar og geymir er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á hallo@pulsmedia.is

Breyting á skilmálum og aðrar tilkynningar

Notandi hefur aðgang að gildandi skilmálum á vef Púls, www.pulsmedia.is. Púls hefur heimild til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Tilkynning um breytingu á skilmálum er send með tölvupósti til skráðra notenda í Púls kerfinu. Notandi samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til hans. Púls áskilur sér rétt að hafa samskipti við notendur sína í gegnum SMS skilaboð og með tölvupósti. Púls mun eingöngu senda upplýsingar til notenda er varða þjónustu fyrirtækisins en ekki áreiti frá þriðja aðila.

Öll mál, sem rísa kunna af notkun Púls skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af Púls og gilda frá 15. maí 2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

Styrkt af:

© 2025 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður