IS

Birtingakerfið

Að setja auglýsingar í herferð og stilla þær út frá skilyrðum

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Að setja auglýsingar í herferð og stilla þær út frá skilyrðum

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Að setja auglýsingar í herferð og stilla þær út frá skilyrðum

Að setja auglýsingar í herferð

Til þess að setja auglýsingar í herferð þarf að byrja að því að stofna herferðina. Það er gert með því að velja herferðir í hliðarstiku þar sem nýrri herferð er gefið nafn. Síðan er valið að bæta auglýsingu/m í herferðina.

Stillingar fyrir herferð

Þegar búið er að velja auglýsingar er hægt að stilla:

  • Vægi: Því hærra vægi því hærra verður birtingahlutfall þeirrar auglýsingar í herferðinni.

  • Tímabil: Auglýsing mun aðeins birtast þar til tímabilið endar.

  • Tími dags: Ef þú vilt t.d að auglýsing birtist aðeins fyrir hádegi.

  • Vikudagar: Ef auglýsing á að birtast eingöngu á ákveðnum vikudögum.

Með því að stilla herferð út frá þessum skilyrðum er hægt að hámarka líkur á því að þegar auglýsing birtist þá höfði hún til þess sem skoðar. Það er til dæmis mun líklegra að auglýsing um hádegistilboð á mat veki athygli fólks þegar hún birtist fyrir hádegi.

Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður