IS

Birtingakerfið

Yfirlit yfir herferðavirkni og notkun hennar

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Yfirlit yfir herferðavirkni og notkun hennar

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Yfirlit yfir herferðavirkni og notkun hennar

Herferðir í Púls birtingakerfinu

Herferðarvirknin í Púls kerfinu er frábær til þess að hópa saman margar auglýsingar og stilla hvernig þær eiga að birtast á auglýsingamiðlunum. Herferðirnar eru síðan settar í svokallaðar skriftur sem miðlarnir fá sendar. Í langflestum tilvikum senda fyrirtæki skriftur á auglýsingamiðla aðeins einu sinni og því þarf aldrei að senda miðlum auglýsingaefni eftir það. Nánar um skriftur hér.


Mismunandi notkun herferðavirkninnar

Þó svo við hjá Púls köllum virknina "Herferðir", þá er allur gangur á því hvernig fyrirtæki nýta sér virknina. Sumir búa til fáar herferðir sem lifa í raun að eilífu. Fyrir flugfélag gæti þetta tildæmis verið ein herferð sem heitir "Tilboð" og önnur sem heitir "Áfangastaðir". Í því tilfelli er alltaf unnið inn í sömu "herferðum" og auglýsingum bætt við og hent út ört.

Önnur fyrirtæki nýta virknina fyrir hverja herferð fyrir sig og búa til margar yfir árið. Dæmi um þessa notkun hjá t.d. Arion Banka eru herferðir sem bera nöfnin: "05-maí24 - Besta bankaappið", "05-maí24 - Stefnir-Katla" og "05-maí24 - Lífeyrisauki". Þarna er bankinn ört að stofna herferðir og flytja þær yfir í skriftur jafnóðum fyrir hvern mánuð fyrir sig. Takið eftir að með þessari notkun á virkninni er mikilvægt að hafa nöfn herferða mjög lýsandi og gott að hafa mánaðarheiti og ár til þess að geta t.d. með auðveldum hætti leitað að herferðunum seinna.

Að stofna herferð

Til þess að setja upp herferðir í Púls birtingakerfinu er smellt á "Herferðar" flipann í aðalvalmynd kerfisins. ATH ef fyrirtækið er með kveikt á flokkun eftir vörumerkjum, þá er "Herferðar" í efri valmynd innan hvers vörumerkis.

Ný herferð er stofnuð með því að smella á "Ný herferð" takkann efst í hægra horni viðmótsins. Þá birtist gluggi þar sem nafn herferðarinnar er sett inn. ATH þetta nafn er eingöngu sjáanlegt fyrir notendur birtingakerfisins og birtist aldrei á auglýsingamiðlum.

Í viðmóti hverrar herferðar eru þrír flipar.

  1. Herferð
    Hér bætir þú við auglýsingum í herferðina og stillir hvernig þær eiga að birtast. Hægt er að stilla auglýsingar í herferðum út frá: vægi innan herferðarinnar, tímabili, tímasetningum innan dags, vikudögum, veðurskilyrðum. Nánar um herferðastillingar hér

  2. Tölfræði
    Hér birtist öll tölfræði fyrir herferðina í heild sinni. Nánar um tölfræði auglýsinga og herferða hér

  3. Tímalína
    Hér er hægt að sjá allar auglýsingar herferðarinnar á tímalínu og stilla þær eftir þörfum. Tímalína herferða er eingöngu í boði í "Herferðir+" pakkanum. Nánar hér.


Staða auglýsinga í herferðum

Auglýsingar geta átt nokkrar stöður í herferðum:

  1. Virkar:
    Auglýsingar sem eru í birtingu (svo lengi sem herferðin er í skriftu)

  2. Óvirkar:
    Auglýsingar sem eru ekki í birtingu vegna þess einhver skilyrði sem hafa verið stillt eru ekki að uppfyllast. Það geta verið stillingar eins og tímabil, tími dags, vikudagur eða veður. Einnig er hægt að setja auglýsingu í Vægi = 0, þá óvirkjast auglýsingin innan herferðar.

  3. Virkar yfirtökur:
    Auglýsingar þar sem kveikt hefur verið á svokallaðri yfirtöku þannig að sú auglýsing tekur yfir allar birtingar herferðarinnar, þrátt fyrir stillingar og skilyrði annara auglýsinga. Ef tvær eða fleiri auglýsingar eru með kveikt á yfirtöku á sama tíma deila þær á milli sín birtingum út frá því vægi sem er stillt á þær.

  4. Planaðar yfirtökur:
    Auglýsingar sem eru með kveikt á yfirtöku og munu virkjast og taka yfir allar birtingar herferðarinnar þegar ákveðin skilyrði sem hafa verið stillt uppfyllast.

Nánar um yfirtökur auglýsinga hér. ATH yfirtökur auglýsinga eru eingöngu í boði í "Herferðir+" pakkanum.

Styrkt af:

© 2025 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður