IS

Birtingakerfið

Herferðir+ pakkinn: Allt um veðurstillingar, yfirtökur auglýsinga, tímalínu herferða.

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Herferðir+ pakkinn: Allt um veðurstillingar, yfirtökur auglýsinga, tímalínu herferða.

Birtingakerfið

Fleiri skjöl

Herferðir+ pakkinn: Allt um veðurstillingar, yfirtökur auglýsinga, tímalínu herferða.

Herferðir+

Fyrir þau sem vilja fá enn meiri virkni og og stjórn yfir herferðum bjóðum við upp á aukapakkann Herferðir+ sem felur í sér veðurstillingar, yfirtöku í herferðum og tímalínu fyrir flókin birtingaplön.

Veðurstillingar

Til að láta láta veðrið stjórna því hvaða auglýsingar birtast er hægt að velja ákveðin veðurskilyrði sem verða að vera uppfyllt svo auglýsing birtist. Skilyrðin eru sól eða skýjað, hitastig á ákveðnu bili, úrkoma eða ekki og vindhraði á ákveðnu bili. Auglýsing birtist þegar öll valin skilyrði eru uppfyllt. Þar sem veður á Íslandi er síbreytilegt uppfærast veðurupplýsingarnar á 15 mínútna fresti. Veðurstillingar eru frábær valmöguleiki fyrir marga auglýsendur sem bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval sem hentar í mismunandi veðri. Sem dæmi má nefna fataverslanir, flugfélög, ferðaskrifstofur og jafnvel matvöruverslanir.

Yfirtaka í herferðum

Þá tekur ein auglýsing yfir allar birtingar í ákveðinn tíma. Þessi stilling hentar vel fyrir tilboð sem gilda í skamman tíma. Sem dæmi má nefna veitingastaði sem bjóða upp á tilboð á ákveðnum degi vikunnar. Þá er hægt að láta auglýsingu um það tilboð taka yfir allar birtingar í herferðinni í ákveðinn tíma. Ef tvær auglýsingar eru stilltar á yfirtöku þá deila þær birtingunum á milli sín.

Tímalína

Sýnir með sjónrænum hætti hvaða auglýsingar verða í birtingu á hvaða tímapunkti. Tímalínan er frábært tól til að skipuleggja birtingar og gagnast mjög vel fyrir flókin birtingaplön.

Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður