IS

Birtingamarkaður

Fjölmargir innlendir auglýsingamiðlar eru í boði í Birtingamarkaðnum

Birtingamarkaður

Fleiri skjöl

Fjölmargir innlendir auglýsingamiðlar eru í boði í Birtingamarkaðnum

Birtingamarkaður

Fleiri skjöl

Fjölmargir innlendir auglýsingamiðlar eru í boði í Birtingamarkaðnum

Birtingamarkaðurinn

Hægt er að kaupa birtingar hjá fjölda innlendra vef- og umhverfismiðla í sjálfsafgreiðslu i Birtingamarkaðnum. Miðlarnir stjórna sínu verði og er það mælt í CPM einingum (1000 birtingar).

Helstu kostir Birtingamarkaðsins

  • Minna umstang fyrir auglýsendur

  • Tryggt er að allar þær birtingar sem keyptar eru sjáist (100% inscreen hlutfall).

  • Miðlarnir eru með sterka sérhæfingu gerir auglýsendum kleift að ná til valinna markhópa á hagstæðan hátt.

  • Betri stjórn á tíðni auglýsinga - hægt að kaupa hluta úr plássi og dreifa yfir lengri tíma.

  • Einfaldara bókhald með einum reikningi á mánuði fyrir allar birtingar á öllum miðlum

Að kaupa birtingar

  • Birtingar eru keyptar í Púls auglýsingakerfinu

  • Valin er sú auglýsing/herferð sem kaupa á birtingar fyrir og smellt á kaupa birtingar. Þá birtast þeir miðlar sem hægt að er kaupa birtingar hjá.

  • Nauðsynlegt er að setja inn þær dagsetningar sem auglýsingin/herferðin á að birtist á en valkvætt er að setja einnig inn fjármagn.

  • Þegar dagsetningar, miðlar og fjármagn hefur verið valið er haldið áfram og dreifing og birtingar stilltar eftir þörfum.

    • Ef þú hefur sett inn ákveðið fjármagn þá stingur kerfið upp á tillögu út frá heimsóknartölum miðlanna og framboði á plássum á því tímabili sem þú hefur valið.

  • Næst er smellt á áfram og pöntunin staðfest.

  • Þá mun auglýsingin/herferðin birtast á viðeigandi tíma og miðlum og hægt er að fylgjast með árangri hennar í Púls kerfinu.

Að selja birtingar

Ef þú ert með auglýsingamiðil og vilt skoða möguleikann á að selja birtingar í gegnum Púls þá getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á hallo@pulsmedia.is og við setjum upp fund.

Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður