Skriftur
Skriftur gera þér kleift að birta auglýsingarnar/herferðirnar þínar á öðrum miðlum en þeim sem eru í Birtingamarkaðnum. Skriftur þarf að senda til miðla í tölvupósti sem sjá um að koma þeim í birtingu. Eftir að skriftan hefur verið send er samt sem áður hægt að stjórna auglýsingunum sem eru í skriftum og þannig breyta því sem er í birtingu án þess að hafa aftur samband við miðlinn.
Að búa til skriftu og stilla
Undir Skriftur er smellt á hnappinn Ný skrifta, gefur henni nafn, velur velur þá stærð sem auglýsingin er í og vistar. Þá bætir þú auglýsingu/um eða herferð/um í skriftuna þína.
Þegar öllu hefur verið bætt við getur þú stillt vægi, það er notað til að stjórna því hversu oft auglýsing/herferð birtist í hlutfalli við aðrar auglýsingar/herferðir í skriftunni. Ef tvær auglýsingar hafa báðar vægið 10, þá fá þær hvor um sig 50% af birtingunum.
Fyrir þá notendur sem vilja meiri stjórn yfir skriftum bjóðum við upp á aukapakkann Skriftur+ sem bætir við stuðningi fyrir umhverfisskilti, tímabilum í skriftum og yfirtöku í skriftum. Hér má lesa meira um Skriftur+.