Veðurstýrðar auglýsingar: Krónan leiðir vagninn!
Púls Media kynnir byltingakennda uppfærslu í auglýsingatæknikerfi sínu sem gerir auglýsendum kleift að nýta rauntíma-veðurupplýsingar til að ákveða hvernig auglýsingar eru birtar á vef- og umhverfismiðlum. Með þessari viðbót geta auglýsendur aðlagað herferðir sínar á nýstárlegan hátt útfrá núverandi veðurskilyrðum og búið þannig til enn persónulegri upplifun fyrir markhópinn sinn.
Krónan leiðir vagninn!
Fyrsti viðskiptavinurinn sem nýtir sér þessa nýju tækni er Krónan í samstarfi við Birtingahúsið og Brandenburg sem í nýjustu markaðsherferð sinni notar dæmigerð íslensk veðurskilyrði á léttan og skemmtilegan hátt á umhverfisskiltum og strætóskýlum. Veðurtengdu auglýsingarnar eru sérsniðnar til að passa við tiltekin veðurskilyrði sem býr til miklu meira samhengi í skilaboðum til viðskiptavina Krónunar. Til dæmis, þegar það er rigning þá birta auglýsingaskiltin mann klæddan í regnkápu að grilla kjöt í grenjandi rigningu ásamt skilaboðunum “Dálítil væta? Til í þetta”. Þessi skemmtilega herferð fangar kjarnann í því óútreiknanlega veðri sem Íslendingar þekkja svo vel.
Markaðsstjóri Krónunnar: „Afskaplega ánægð að vera fyrst“
Opnar nýjar leiðir fyrir auglýsendur
Auglýsingatæknikerfi Púls býður auglýsendum upp á nokkrar veðurstillingar til að velja úr, þar á meðal vind, rigningu, skýjafar og hitastig. Auglýsendur geta einnig tilgreint staðsetningar þar sem veðurtengdu stillingarnar eiga að gilda, sem tryggir enn meiri nákvæmni þegar kemur að því að miða á réttan markhóp.
Veðurtengdar auglýsingar hjá Púls Media opna nýjar leiðir fyrir auglýsendur til að tengjast neytendum enn betur. Með því að nýta þær tilfinningar sem flestir Íslendingar bera til veðursins geta auglýsendur á áhrifaríkan hátt sérsniðið skilaboð sín að núverandi veðri og aukið líkur á að viðskiptasamband náist.