Ný lausn: Púls Planner í Beta-prófunum
Við hjá Púls hreinlega getum ekki hætt að þróa skemmtilega hluti. Við höfum nú sent frá okkur fyrstu „beta“ útgáfuna af hinum svokallaða Púls Planner. Margir hafa beðið spenntir eftir þessari lausn sem á eftir að breyta leiknum.
Hvað gerir Púls Planner?💥
Með Púls Planner getur þú haldið utan um öll birtingaplön fyrirtækisins með einföldum en gríðarlega öflugum hætti.
Möguleikar í betaútgáfunni:
Ótakmörkuð birtingaplön
Ótakmarkaðir notendur
Verkefnakerfi og ábyrgðaraðilar
Utanumhald, skoðun og deiling mynda og skjala
Athugasemdir og samskipti innan verkefna
Skráning birtinga, fjármagns og tímabila
Tímalína birtinga
Öflug tölfræði
Yfirlitssíða hvers notanda með upplýsingar um stöðu verkefna o.fl.
Möguleiki á að deila plani með stjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum
Við viljum heyra frá ykkur⚡️
Allir notendur geta nú prófað Púls Planner án endurgjalds út ágúst. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að smíða kerfi sem nýtist vel og sparar tíma og fyrirhöfn. Þess vegna viljum endilega fá að heyra um upplifun ykkar af kerfinu og ef eitthvað mætti bæta.
En engar áhyggjur! Við erum líka með tonn af hugmyndum og væntanlegum möguleikum innan Púls Planner sem munu bætast við á næstu vikum og mánuðum.