Vöruborði Krónunnar er hefðbundinn Snjallborði með skruni sem einblínir á ákveðna vöruflokka og býður upp á sveigjanleika fyrir Krónuna til að sýna mismunandi kynningarmyndir eftir vöruflokkum eða þemum.
Skrunborðinn okkar er hannaður til að birta upplýsingar um vöruflokka á einfaldan og aðlaðandi hátt. Með skrunvirkni geta notendur auðveldlega skoðað mismunandi vörur sem eru í boði innan ákveðinna flokka, ásamt upplýsingum um verð og tilboð.
Sjálfvirkni sem sparar tíma, dregur úr mistökum og eykur sölu
Sjálfvirknin í þessari lausn er einstök. Þar sem borðinn uppfærist sjálfkrafa sparast mikill tími og fyrirhöfn fyrir bæði Krónuna og auglýsingastofuna þeirra. Þetta lágmarkar einnig hættuna á mannlegum mistökum og röngum verðum við framleiðslu á auglýsingum, þar sem allar upplýsingar eru uppfærðar í rauntíma með tengingu við vörukerfi Krónunnar og því tryggt að vöruupplýsingar séu alltaf réttar. Þetta er sérstaklega mikilvægt í matvörumarkaði þar sem nákvæmni og áreiðanleiki eru lykilatriði.
Við erum ótrúlega ánægð með þessa lausn og teljum að hún muni hjálpa Krónunni að ná til fleiri viðskiptavina og auka sýnileika þeirra á netinu. Sjálfvirknin í þessu verkefni er frábær og sýnir hvernig tæknin getur gert auglýsingastjórnun einfaldari og árangursríkari.
Fréttir