Það er alltaf fjör að vinna með fjarskiptafyrirtækinu NOVA en í þessu verkefni þróuðum við einn af fallegri skrunborðum sem hefur komið úr smiðju Púls. Verkefnið er Snjallborði með skruni sem sýnir vörur af Barnum, vefverslun NOVA.
Breytileg skilaboð
Skrunborðinn okkar er hannaður þannig að NOVA getur búið til margar útgáfur með mismunandi vörum og vöruflokkum og mismunandi skilaboðum og lendingasíðum til að vekja áhuga notenda. Með skrunvirkni geta notendur auðveldlega skoðað mismunandi vörur sem eru í boði, ásamt upplýsingum um verð og tilboð.
Sjálfvirkni með beintengingu!
Borðinn er beintengdur við viðskiptakerfi NOVA og birtir því aðeins þær vörur sem eru til á lager en sú sjálfvirkni ein og sér sparar gríðarlega mikla vinnu og fyrirhöfn við framleiðslu og dreifingu auglýsinga þar sem vörur og verð eru auglýst. Þetta lágmarkar einnig hættuna á mannlegum mistökum, þar sem allar upplýsingar eru uppfærðar í rauntíma og tryggja að þær séu alltaf réttar.
Við hlökkum til að vinna áfram með NOVA og Birtingahúsinu að fleiri snjöllum og skapandi auglýsingalausnum sem munu hjálpa þeim að ná til enn fleiri viðskiptavina og auka sölu í vefverslun NOVA.