Birtingamarkaðurinn stækkar 🚀 Tenerife.is og Hún.is bætast við!
Nú hafa tveir nýir miðlar bæst í hópinn, tenerife.is og hun.is sem báðir eru miðlar með sterka sérhæfingu. Á tenerife.is má finna allt á milli himins og jarðar um Tenerife, á íslensku. Vefurinn er miðaður að bæði íslendingum sem langar í frí til Tenerife og þeim sem vilja setjast að til lengri tíma eða búa jafnvel nú þegar á eyjunni.
Mikill meiri hluti lesenda hun.is eru konur, þar er birt fjölbreytt afþreyingarefni, greinar, uppskriftir og viðtöl.
Að auki hefur nýtt pláss á Keldunni bæst við í stærðinni 300x250, plássið er á frábærum stað á miðri forsíðu. Við erum mjög ánægð með þessa viðbót við Birtingamarkaðinn sem eflist enn frekar sem frábær kostur fyrir stofur og fyrirtæki til að kaupa birtingar:
Hægt að kaupa birtingar hjá 16 vef- og umhverfismiðlum á einum stað.
100% inscreen hlutfall tryggt - aðeins er greitt fyrir inscreen birtingar.
Miðlar með sterka sérhæfingu gera auglýsendum kleift að ná til valinna markhópa á hagstæðan hátt.
Árangursríkari markaðssetning til markhópa á samfélagsmiðlum í kjölfarið með því að búa til hópa út frá smellum.
Betri stjórn á tíðni auglýsinga - hægt að kaupa hluta úr plássi og dreifa yfir lengra tímabil.
Einfaldara bókhald með einum reikningi á mánuði fyrir allar birtingar á öllum miðlum.