Hvort er betra að auglýsa á innlendum vefmiðlum eða samfélagsmiðlum?
Ég fékk leyfi til að sýna ykkur raunverulega herferð og bera saman árangur á nokkrum innlendum vefmiðlum og Meta. Ég fer vandlega yfir málið í myndbandinu hér að neðan.
Herferðin sem um ræðir er frá fjártæknifyrirtækinu Frágangi og er að kynna samstarf við Bland.is þar sem markmiðið er að auka öryggi í ökutækjaviðskiptum á netinu. Fólk getur þá nýtt markaðstorgið á Bland.is til að selja bílinn sinn og nýtt Frágang ( fragangur.is ) til að ganga frá viðskiptunum með öruggum hætti, sækja feril ökutækisins, kanna veðbönd, greiða upp lán, undirrita kaupsamning, senda inn eigendaskipti, tryggingaskráningu og hafa milligöngu með greiðslu.
Árangurinn á mismunandi miðlum fer auðvitað eftir því hvað er verið að auglýsa en þetta er eitt dæmi.