Víkjandi birtingar í Birtingamarkaðnum ⚡️
Við hjá Púls höldum áfram að þróa nýjar lausnir í auglýsingatækni. Nú geta miðlar boðið upp á svokallaðar víkjandi birtingar í Birtingamarkaðnum.
Þá geta auglýsendur valið að kaupa birtingar á afsláttarverði sem birtast eingöngu ef ekki er uppselt í auglýsingahólfinu. Aðrar birtingar ganga alltaf fyrir en að sjálfsögðu er aðeins greitt fyrir víkjandi birtingar sem í raun birtast.
Þetta líkist auglýsingakaupum á netinu sem kallast „bidding“ en fyrirkomulagið er einfaldara þar sem aðeins eru tveir flokkar af birtingum. Hefðbundnar ríkjandi birtingar og svo víkjandi birtingar.
Með þessu vonumst við til að miðlar geti minnkað sóun á auglýsingaplássum og nýtt allar birtingar til fulls, auglýsendum og miðlum til góða. Til að byrja með er í boði að kaupa víkjandi birtingar hjá Vísi, Púlsinum og Lummunni. Fleiri miðlar eru væntanlegir fljótlega.