Við hjá Púls höfum enn á ný sameinað krafta okkar með góðvinum okkar hjá Birtingahúsinu til að skapa nýstárlega auglýsingalausn fyrir Krónuna. Verkefnið er Snjallborði með skruni (Skrunborði) sem sýnir vörur úr Krónunni (hráefni) fyrir ákveðnar uppskriftir og tengist beint við netverslun Krónunnar, þar sem notendur geta keypt inn og fengið matvörurnar sendar heim.
Ljúffengur skrunborði sem einfaldar innkaupin
Skrunborðinn sýnir mynd af girnilegum lokarétti ásamt þeim hráefnum sem þarf fyrir uppskriftina. Borðinn inniheldur einnig hnapp sem leiðir notendur á lendingarsíðu hjá Krónunni með allri uppskriftinni og eldunarleiðbeiningum.
Sjálfvirkni sem sparar tíma og eykur skilvirkni
Markaðsteymi Krónunnar og Birtingahúsið, geta auðveldlega afritað óendanlegan fjölda uppskriftaborða og notað vörureglurnar okkar til að ákveða hvaða uppskriftir á að fókusa á hverju sinni. Til dæmis, á sumrin gæti verið áhersla á grillrétti eins og grillaðar risarækjur, í köldustu vetrarhörkunni gæti verið áhersla á hlýja og næringarríka súpur og svo smákökuuppskriftir um jólin.
Sköpunargleði og framtíðarsýn
Þetta verkefni hefur sýnt fram á hvernig tæknin og sköpunargleðin hjá Púls geta sameinast til að búa til áhrifaríkar og nýstárlegar auglýsingalausnir. Við hlökkum til að vinna áfram með Krónunni og Birtingahúsinu að fleiri snjöllum og skapandi auglýsingalausnum sem munu hjálpa þeim að ná til enn fleiri viðskiptavina og auka þátttöku í netverslun þeirra.