Vefauglýsingar í sjálfsafgreiðslu
Í fyrsta skipti á Íslandi geta íslensk fyrirtæki nú keypt vefauglýsingar á innlendum miðlum í sjálfsafgreiðslu. 9 auglýsingamiðlar verða með auglýsingapláss í boði á Birtingamarkaði Púls og má búast við því að fleiri miðlar bætist við á næstu vikum. Miðlarnir í búðarborðinu okkar eru Vísir.is, Já.is, Mannlíf, Kjarninn, Fótbolti.net, Fasteignir.is, Akureyri.net og fréttaöppin Púlsinn og Lumman. Auglýsingabirtingar á þessum miðlum tryggja dekkun fyrir langflesta Íslendinga.
Sniðmát í boði fyrir fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að hönnun
Mörg lítil og millistór fyrirtæki búa ekki svo vel að hafa aðgengi að hönnuði til þess að framleiða auglýsingaefni. Í Púls kerfinu er með mjög einföldum hætti hægt að búa til auglýsingar með sniðmátum.
Tæplega 70% af birtingafé íslenskra fyrirtækja fara úr landi.
Það er því miður staðreynd að aðeins um þriðjungur af því birtingafé sem innlend fyrirtæki nota í vefauglýsingar endar hjá innlendum auglýsingamiðlum. Markmið Púls er að hjálpa innlendu miðlunum að ná fyrri styrk en tekjur þeirra af vefauglýsingum hafa dregist saman jafnt og þétt undanfarin 5 ár á kostnað erlendu stórfyrirtækjanna Facebook og Google. Nánar um stöðuna á vefauglýsingamarkaði á Íslandi.
Vöntun á snjallari auglýsingalausnum
Eitt stærsta vandamálið, þar til í dag, er að það hefur hvergi verið hægt að kaupa vefauglýsingar á innlenda miðla í sjálfsafgreiðslu. Þess vegna hafa lítil og millistór fyrirtæki leitað í sjálfsafgreiðslulausnir erlendu miðlanna í stað þess að hringja og/eða senda tölvupósta á margar auglýsingadeildir til þess að fá tilboð í auglýsingabirtingar.
Púls sérhæfir sig einnig í ýmsum snjöllum auglýsingalausnum.
Nýjasta dæmið þar sem lausnir Púls eru notaðar með snjöllum hætti er fyrir Bestu deildina, en kerfi Púls framleiðir sjálfkrafa mörg þúsund auglýsingar í sumar og dreifir þeim sjálfvirkt á vefsíður og umhverfisskilti út frá tímasetningum og staðsetningum.