Vorið 2022 fengum við hjá Púls Media að vinna virkilega skemmtilegt verkefni fyrir Bestu deildina í samstarfi við Digido. Snjallborði frá Púls er notaður til þess að útbúa megnið af vefauglýsingum Bestu deildarinnar, 100% sjálfvirkt, fyrir innlenda vefmiðla, samfélagsmiðla og umhverfisauglýsingar.
Hugbúnaður Púls Media framleiðir sjálfvirkt rúmlega 8.000 „head2head“ borða á hverju sumri. 525 leikir í Bestu deild karla og kvenna í stærðum fyrir innlenda vefmiðla, samfélagsmiðla, strætóskýli og billboard. Kerfið er beintengt við KSÍ og uppfærast borðarnir sjálfvirkt ef leikjum er t.a.m. frestað vegna landsleikja og bikarkeppna. Þegar leikjaskipulag úrslitakeppninnar í Bestu deild karla verður ljóst seinnihluta móts, framleiðir hugbúnaðurinn nýja borða sjálfvirkt. Þessi snjallborði sparar óteljandi handtök á hverju sumri fyrir Bestu deildina.
Starfsmenn hjá Íslenskum Toppfótbolta hafa aðgang að hugbúnaði Púls Media og geta sótt auglýsingaefni sem kerfið framleiðir sjálfkrafa fyrir samfélagsmiðla. Með Púls kerfinu getur Besta deildin búið til reglur fyrir ákveðnar auglýsingar og skilað og dreift sjálfkrafa öllu auglýsingaefni sem tengist t.d. heimaleikjum KR, þannig að þeir birtist eingöngu í strætóskýlum í Vesturbæ Reykjavíkur.