Vorið 2022 fengum við hjá Púls Media að vinna virkilega skemmtilegt verkefni fyrir Bestu deildina. Snjallborðalausn Púls var notuð til þess að útbúa megnið af vefauglýsingum Bestu deildarinnar, 100% sjálfvirkt, fyrir innlenda vefmiðla, samfélagsmiðla og umhverfisauglýsingar.
Þessi snjallborði er hefðbundinn skrunborði í tveimur útgáfum sem sýnir næstu leiki í Bestu deild kvenna og karla. Borðinn uppfærist sjálfvirkt í nokkrum stærðum og er notaður á innlendum vefmiðlum.
Landscape-skrunborðinn er hannaður og útfærður af Púls Media í „vídd“ þannig að efni hans (leikirnir) færast bakvið leikmanninn (módelið) þegar notandinn skrunar til hliðar. (prófaðu endilega ef þú ert í tölvu).
Ljósmyndir: Hulda Margrét Óladóttir