Verkefni fyrir Canon í samstarfi við Origo og Digido. Markmiðið var að búa til sjálfvirkan borða sem sýnir ýmsar vörur frá Canon á áhrifaríkan en einfaldan hátt á vefmiðlum með 100% sjálfvirkni.
Lausnin
Snjallborðinn er skrunborði og tengist hann beint við vörukerfi Origo og uppfærir upplýsingar um vörur sjálfkrafa.
Kostir Snjallborðans
Sjálfvirkni og tímasparnaður: Snjallborðinn uppfærir sig sjálfkrafa með beintengingu við vörukerfi Origo, sem sparar tíma og fyrirhöfn við handvirkar uppfærslur auglýsinga.
Rauntíma-upplýsingar: Með beinni gagnatengingu tryggir Snjallborðinn að upplýsingar um vörur séu alltaf uppfærðar og nákvæmar.
Aukin sýnileiki: Hreyfing vöruspjaldanna fangar athygli notenda og skapar meiri sýnileika fyrir vörur Canon.
Betri árangur: Sjálfvirknin og rauntíma uppfærslurnar leiða til betri árangurs í auglýsingaherferðum, þar sem notendur sjá ekki alltaf sömu vörurnar og geta skrunað til að skoða fleiri vörur.
Samstarfið
Samstarfið við Origo og Digido var frábært og skilaði sér í lausn sem uppfyllti allar kröfur og væntingar. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni og skapað lausn sem er bæði áhrifarík og auðveld í notkun.