Verkefni fyrir Símann Premium þar sem sjónvarpsefni fær að njóta sín í fallegum skrunborða. Markaðsdeild Símans getur búið til margar útgáfur með mismunandi áherslum eftir t.d. flokkum, vinsældum, íþróttum ofl. Öll gögn í borðanum eru sótt og uppfærð sjálfkrafa í gegnum gagnatengingu við Sjónvarp Símans
Borðarnir aðlaga sig í ýmsar stærðir til að mæta þörfum bæði innlendra vefmiðla, umhverfisskilta og samfélagsmiðla, sem tryggir samfellda og stöðuga auglýsingaupplifun á mörgum miðlum. Þessi sjálfvirkni eykur ekki aðeins sjónrænt aðdráttarafl herferðanna heldur dregur einnig verulega úr tíma og fyrirhöfn sem þarf til að hanna sambærilega borða og dreifa þeim á viðkomandi miðla.
Síminn Premium Snjallborðinn framleiðir einnig myndir sjálfvirkt fyrir Facebook og Instagram auglýsingar og uppfærir efnið þannig að það er alltaf í takt við listana í Sjónvarpi Símans.

Samstarf okkar við Símann hefur verið frábært og snjallborðarnir sem Púls hefur smíðað hafa klárlega vakið verðskuldaða athygli og mælingar á árangri verið einstaklega jákvæðar.