Haustið 2024 fengum við hjá Púls Media skemmtilegt verkefni í hendurnar fyrir Olís Deildina í samstarfi við Sahara. Sjálfvirkni-hugbúnaður Púls er nýttur til að framleiða megnið af auglýsingum Olís Deildarinnar, 100% sjálfvirkt, fyrir vef, umhverfis- og samfélagsmiðla (Facebook og Instagram).
Hugbúnaður Púls framleiðir sjálfvirkt þúsundir auglýsinga fyrir Olís Deildina, sem ná til allra leikja í deildinni. Kerfið er beintengt við HSÍ og uppfærast borðarnir sjálfvirkt ef leikjum er frestað eða breytt. Púls kerfið dreifir einnig auglýsingum í umhverfisskilti í rétt hverfi / bæjarfélög eftir því hvaða lið á heimaleik hverju sinni. Þegar úrslitakeppnin í Olís Deildinni hefst, framleiðir hugbúnaðurinn nýja borða sjálfvirkt. Þessi sjálfvirka framleiðsla sparar óteljandi handtök fyrir Olís Deildina og tryggir að auglýsingarnar séu alltaf uppfærðar og réttar.

Starfsmenn Olís Deildarinnar og/eða Sahara hafa aðgang að hugbúnaði Púls og geta sótt auglýsingaefni sem kerfið framleiðir sjálfkrafa, t.d. fyrir aðra samfélagsmiðla.