Ný uppfærsla: Birtingamarkaður (beta) og mælaborð
Birtingamarkaður (Beta) 💥
Nýlega settum við í loftið uppfærslu á Púls kerfinu með frumútgáfu (e. beta version) af Birtingamarkaði þar sem hægt er að kaupa auglýsingabirtingar í sjálfsafgreiðslu. Fyrst um sinn verður bara hægt að kaupa birtingar á okkar eigin miðlum, fréttaöppunum Púlsinum og Lummunni.
Von bráðar bætast við fleiri miðlar og verður þá einstaklega þægilegt að kaupa birtingar á einum stað og í sjálfsafgreiðslu. Það er bæði einfalt og frítt að búa til aðgang í Púls kerfinu og að auki fylgir inneign upp á 10.000 birtingar í Lummunni eða Púlsinum þannig að hægt er að prófa Birtingamarkaðinn án kostnaðar!
Púls mælaborð 🧭
Einnig settum við í loftið nýtt mælaborð sem sýnir heildartölfræði allra auglýsinga. Mælaborðið er einstaklega gott til þess að bera saman árangur á milli tímabila og á milli miðla.
Væntanlegt ⏳
Í lok apríl stefnum við á að setja í loftið aðra uppfærslu. Í henni verður hægt að búa til katalóg-reglur fyrir snjallborða til þess að geta auðveldlega sigtað út ákveðnar vörur sem viðskiptavinur vill að birtist í borðanum hverju sinni.
Vertu í bandi! ✉️
Við viljum endilega heyra frá þér, sérstaklega ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig: - vantar betri leið til að sjá um birtingar. - langar að sjálfvirknivæða auglýsingaframleiðslu. - átt vefmiðil sem gæti átt heima í Birtingamarkaðnum. hallo@pulsmedia.is