Nýtt mælaborð, heildartölfræði ofl djúsí nýir fítusar
Við hjá Púls vorum að setja í loftið nýja uppfærslu á Púls kerfinu, sem mun án efa gleðja marga af „stofu“-notendunum okkar. Það hefur verið kallað mikið eftir sérstökum tölfræðiskjá fyrir heildartölfræði fyrirtækis - og nú loksins er sú viðbót komin í loftið þar sem hægt er að taka út heildartölfræði út frá tímabilum og sía út frá herferðum, auglýsingum, stærðum og miðlum.
En það er ekki allt! Við kynnum einnig til leiks glænýtt Mælaborð sem er sérsniðanlegt með fjölbreyttum viðmótskubbum (e.widgets). Notendur geta nú raðað kubbunum eftir þörfum og fengið yfirsýn yfir allar helstu upplýsingar á einum stað.
Meðal nýrra hluta á mælaborðinu eru:
Heildar-BPM (birtingar á mínútu) fyrirtækisins
Nýlega skoðaðar auglýsingar og herferðir
Herferðir í birtingu núna
Minnisspjald þar sem hægt er að glósa eitthvað sem maður vill muna
Pantanir í Birtingamarkaðinum (Ad Market)
"Verkefni mín" úr Planner
Auk þess höfum við bætt við leit og nýjum filterum fyrir bæði Skriftur og Herferðir, sem gerir notendum kleift að leita og raða líkt og hefur verið hægt að gera í Auglýsingum. Þetta er enn eitt skrefið í átt að því að gera Púls kerfið að öflugasta og notendavænasta auglýsingatæknikerfi á markaðnum.
Við erum ótrúlega spennt fyrir þessum nýjungum og vonum að þær muni hjálpa notendum okkar að ná enn betri árangri í auglýsingaherferðum sínum. Fylgist með og nýtið ykkur alla þessa frábæru möguleika sem nýja uppfærslan hefur upp á að bjóða!