EN

Ad server

Yfirlit yfir auglýsingar, týpur af borðum og stærðir

Ad server

More docs

Yfirlit yfir auglýsingar, týpur af borðum og stærðir

Ad server

More docs

Yfirlit yfir auglýsingar, týpur af borðum og stærðir

Með Púls auglýsingakerfinu er hægt að búa til, birta og halda utan um fjölbreyttar gerðir auglýsinga sem henta fyrir mismunandi miðla og markhópa.

Til að búa til auglýsingu er hægt að smella á ný auglýsing efst í mælaborði eða fara í Auglýsingar á hliðarstiku þar sem má einnig finna hnappinn ný auglýsing.

Týpur af auglýsingum

  • Eftir að smellt hefur verið á Ný auglýsing er hægt að velja hvers konar auglýsingu þú vilt búa til.

  • Í kerfinu er hægt að stofna þrjár gerðir auglýsinga:

    1. Hefðbundinn borða: Hefðbundnir auglýsingaborðar eru borðar sem gerðir eru í öðrum kerfum og síðan er þeim hlaðið inn í Púls kerfið. Fyrst er valin stærðin á borðanum og síðan er hægt að setja inn mynd, video eða hreyfiborða á jpg, png, gif, zip, html eða mp4 formi eða vísa beint í vefslóð.

    2. Snjallborða: Lifandi auglýsingar sem tengjast heimasíðu notenda og uppfærast sjálfkrafa í takt við breytingar á upplýsingum um vörur og þjónustu. Við hjá Púls erum sérfræðingar í Snjallborðum sem spara mikla vinnu og skila betri árangri en hefðbundnar auglýsingar. Allt um snjallborða hér.

    3. Statísk sniðmát: Fyrir þau sem ekki eiga hannað auglýsingaefni bjóðum við upp á sniðmát þar sem hægt er að hlaða upp lógó fyrirtækis, breyta litum og leturtýpum og margt fleira. Sniðmátin eru:

      • Einfalt sniðmát - ein mynd og texti.

      • Slideshow sniðmát - hægt að hlaða upp mörgum myndum.

      • Ferningur + texti - vinsælt á samfélagsmiðlum og hér hægt að nota á innlendum miðlum líka.

      • Karúsella - skrunborði til að endurnýta efni sem hannað er fyrir samfélagsmiðla.

Stærðir

Statísku sniðmátin eru útfærð fyrir stærðirnar 300x250, 310x400 og 1018x360 sem eru algengust stærðir innlendra auglýsingamiðla.

Skráarstærðir

Gott er að hafa hefbundna borða í 2x upplausn til að texti sé skýr (fyrir 310x400 stærðina væri stærðin á auglýsingunni 620x800 pixlar). Það þarf samt að þjappa borðanum til að halda skráarstærðinni í lágmarki, gott að nota jpg frekar en png þar sem það er hægt þar sem árangur er yfirleitt betri ef auglýsingin birtist hraðar (smærri skráarstærð).

Supported by:

© 2024 Púls Media ehf.

100% Icelandic software