Styrkt af:

© 2024 Púls Media ehf.

100% íslenskur hugbúnaður

IS

Andri Már Kristinsson

Stofnandi og eigandi hjá Digido

Andri Már Kristinsson

Stofnandi og eigandi hjá Digido

Andri Már Kristinsson

Stofnandi og eigandi hjá Digido

Andri Már hjá Digido

„Púls hefur hjálpað mikið í okkar vexti“

Ég stofnaði Digido ásamt Arnari Gísla félaga mínum í september 2018. Á þessum sex árum hefur þróunin innan okkar fyrirtækis verið hröð líkt og þróun auglýsinga og birtingamarkaðar sem tekur sífelldum breytingum og því mikilvægt fyrir okkur að vera á tánum og fylgjast vel með gangi mála. Hlutverk mitt hefur því verið að þróa okkar vörur og þjónustu í takt við síbreytilegan markað og gæta þess að við skilum raunverulegu virði til okkar viðskiptavina.

Rauði þráðurinn í þjónustu og framtíðarsýn Digido hefur verið skýr frá uppafi: að taka gagnadrifnar ákvarðanir.

Fyrst var okkar þjónusta bundin við að kaupa birtingar og stilla af herferðir á erlendum auglýsingamiðlum þar sem áherslan var á gögn og hvernig við getum nýtt þau sem best til að taka betri og skilvirkari ákvarðanir í markaðsaðgerðum okkar viðskiptavina.

Þegar við síðan byrjuðum að dýfa tánum í innlendar birtingar var markmiðið okkar alltaf að halda okkar gagnadrifnu nálgun áfram. En það var hægara sagt en gert þar sem við lentum í ýmsum hindrunum varðandi notendaviðmót og takmarkaðra möguleika í þeim kerfum sem voru í boði fyrir okkur á þessum tíma. Það var því bókstaflega alger himnasending þegar við sáum Púls kerfið, í rauninni bara þegar það var ennþá í þróunarfasa.

Möguleikarnir sem Púls kerfið býður upp á var eitthvað sem við höfðum ekki séð áður, hvorki í innlendum né alþjóðlegum lausnum.

Það passaði fullkomlega við framtíðarsýn okkar, sérstaklega hvað varðar uppsetningu, stjórnun og utanumhald á auglýsingum og herferðum á vefmiðlum, umhverfismiðlum og framleiðslu efnis fyrir samfélasgsmiðla. Óvæntur en mikilvægur bónus var síðan að þessi frábæra sjónræna framsetning gagna og heildar-notendaviðmótið í Púls - eitthvað sem við sjáum ekki einu sinni í Meta eða Google kerfunum.

Þessi sjónræna framsetning í viðmóti Púls hjálpar okkur gríðarlega að geta séð skilvirkt og hratt hvað er að virka og hvað ekki í herferðum viðskiptavina okkar, sem gerir okkur kleift að bregðast miklu hraðar við við mat á árangri herferðar, bregðast við og gera breytingar í rauntíma á meðan herferðin er í gangi, án þess að þurfa að eiga samskipti við auglýsingamiðilinn sjálfan.

Það er engin spurning að Púls hefur haft veruleg áhrif og hjálpað í vexti okkar sem fyrirtækis, sérstaklega í innlendum birtingum.

Snjallborðanir hafa líka skipt sköpum, þar erum við t.d. að sjá nýjan mælikvarða til að meta gæði efnis í herferðum. Áður horfðum við eingöngu á mælikvarða eins og smellihlutfall, en nú getum við séð fleiri mælikvarða til þess að meta áhuga notenda á auglýsanda og vörum, jafnvel þótt notandinn smelli ekki. Þetta hefur gefið okkur miklu breiðari og sterkari vettvang til að nálgast birtingar innanlands með svipaðuðum hætti og við höfum unnið með á Google og Meta.

Ég er afskaplega spenntur fyrir framtíð birtinga og sé fyrir mér að sjálfvirknimöguleikar Púls verði fleiri og mögulega enn meira í átt að því að draga úr beinum samskipti milli birtingahúsa og auglýsingamiðla. Allar bókanir og birtingakaup gætu farið fram með sjálfsafgreiðslu innan Púls kerfisins - ekki bara á vef og útimiðlum eins og Púls hefur núþegar leist, heldur líka í útvarpi og sjónvarpi.

Framtíð birtinga og sjálfvirknivæðingar er björt og ég hlakka til að sjá og fylgjast áfram með því hvernig Púls heldur áfram sinni nýsköpun.