Hreiðar hjá Datera
„Raunverulegur leikbreytir að geta notað lifandi gögn í auglýsingar“
Ég hef starfað sem framkvæmdastjóri Datera síðustu 5 ár en hef nú tekið að mér nýtt hlutverk hjá félaginu sem starfandi stjórnarmaður. Þegar ég kom til Datera var fyrirtækið aðeins eins árs gamalt og mín helsta ábyrgð var að stýra vexti þess. Í upphafi einbeittum við okkur að þjónustu fyrir auglýsendur á alþjóðlegum vettvangi en síðar færðum við okkur líka yfir í hefðbundinar birtingar í innlendum miðlum. Í dag starfa 13 manns hjá Datera og vöxtur fyrirtækisins undanfarin ár verið gríðarlega mikill og hraður.
Í nóvember 2022 samþættum við Púls kerfið í reksturinn okkar, upphaflega keyrðum við það samhliða öðru auglýsingakerfi. Það tók ekki langan tíma fyrir okkur að sjá þann verulega tímasparnað og þægindi sem Púls kerfið býður upp á. Innan nokkurra mánaða höfðum við alveg fasað út eldra kerfið. Sjálfvirknilausnirnar frá Púls og þá sérstaklega Snjallborðarnir hafa verið mjög gagnlegir og skilað meiri árangri í birtingum, sérstaklega skrunborðarnir sem sýna fleiri vörur og auka því líkurnar á smellum.
Það er raunverulegur leikbreytir að geta notað lifandi gögn í auglýsingar á umhverfisskilti.
Eitt af mest spennandi þáttunum hefur verið að innleiða umhverfisskrifturnar frá Púls og nota síðan sjálfvirknilausnirnar í auglýsingum á Billboard og Buzz og öðrum stafrænum skjáum. Það er raunverulegur leikbreytir að geta notað lifandi gögn í auglýsingar á umhverfisskilti. Gott dæmi er Besta deildin með lifandi úrslit og sjálfvirka dreifingu auglýstra leikja út frá staðsetningum. Annað skemmtilegt verkefni sem við hjá Datera unnum með Púls fyrir Íslandsbanki og Reykjavíkurmaraþonið, þar sem hlaupastyrkirnir voru sýnd í rauntíma á auglýsingum.
Framsetning gagna í kerfinu er einstaklega góð og skýr sem hjálpar mikið við skýrslugjöf til viðskiptavina.
Púls kerfið ber höfuð og herðar yfir önnur auglýsingakerfi sem ég hef notað. Framsetning gagna í kerfinu er einstaklega góð og skýr sem hjálpar mikið við skýrslugjöf til viðskiptavina. Auk þess sem Púls býður uppá gagnatengingar við önnur tölfræðikerfi eins og Looker DataStudio ofl. Notendaviðmótið í Púls kerfinu er mjög gott. Þó ég sé ekki „SúperUser“, þá hefur mér fundist mjög auðvelt að nota kerfið í þau skipti sem ég þarf að fara inn í það og redda einhverju. Kerfið bara leiðir mig þægilega í gegnum þau ferli sem ég þarf að gera.
Þjónustan frá Púls hefur alltaf verið framúrskarandi. Þegar ég hef þurft að spyrjast fyrir um eitthvað er því svarað tafarlaust og skilvirkt og tækniþjónustan er alltaf fljót að leysa þau fáu vandamál sem hafa komið upp.
Ég sé fyrir mér framtíð þar sem birtingahús geta að stórum hluta afgreitt sig sjálf með öll sín birtingakaup
Framtíð birtinga og sjálfvirknilausna tengdum þeim er mjög spennandi. Ég sé fyrir mér framtíð þar sem birtingahús geta að stórum hluta afgreitt sig sjálf með öll sín birtingakaup, framtíðar þar sem óþörfum milliliðum hefur verið útrýmt í birtingaferlinu. Það að geta líka keypt og séð um birtingar á ljósvakamiðlum í gegnum eitt samrýmt viðmót væri eitthvað sem ég væri til í að sjá verða að veruleika á einhverjum tímapunkti - ég er ekki að biðja um það strax! En ég hef mikla trú á Púls!
Verkefni í samstarfi við