Púls tók að sér skemmtilegt verkefni fyrir Bílaland í samstarfi við auglýsingastofuna ENNEMM. Markmiðið var að skapa sjálfvirkan og snjallan auglýsingaborða sem birtir notaða bíla hjá Bílaland á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt á innlendum vefmiðlum. Útkoman var skrunborði, hannaður í nokkrum stærðum, sem auglýsir þá notaða bíla sem eru í sölu hverju sinni.
Lausnin
Snjallborðinn tengist beint við kerfi Bílalands og uppfærir upplýsingar um notaða bíla sjálfkrafa. Þetta tryggir að auglýsingarnar séu alltaf ferskar og nákvæmar, án þess að þurfa handvirka uppfærslu. Þegar verð breytast, uppfærast þau sjálfkrafa á öllum miðlum þar sem borðinn er í birtingu og ef bíll selst, hættir hann sjálfkrafa að birtast.
Kostir Snjallborðans
Sjálfvirkni og tímasparnaður: Snjallborðinn uppfærir sig sjálfkrafa með beintengingu við sölukerfi Bílalands. Þetta sparar tíma og fyrirhöfn við handvirkar uppfærslur auglýsinga.
Rauntíma-upplýsingar: Með beinni gagnatengingu tryggir Snjallborðinn að upplýsingar um bíla séu alltaf uppfærðar og nákvæmar.
Aukin sýnileiki: Skrunborðinn fangar athygli notenda með hreyfingu og skapar meiri sýnileika fyrir notaða bíla hjá Bílalandi.
Meiri árangur: Sjálfvirknin, rauntíma uppfærslurnar og sú staðreynd að í hverri birtingu birtast margir bílar auka líkur á áhuga notenda og þar með smelli inn á heimasíðu Bílalands.
Snjallborðinn fyrir Bílaland er gott dæmi um hvernig snjallar og sjálfvirkar lausnir Púls geta umbreytt auglýsingaherferðum.